sábado, 3 de marzo de 2012

paciencia

Fyrsta og eina bloggid hingad til var aefing i tholinmaedi fyrir tha sem lesa vildu fra upphafi til enda. Og allir  sem bidu othreyjufullir eftir nyju Spanarspori thurftu svo sannarlega a allri sinni tholinmaedi ad halda(sjalfsblekking er mikilvaeg thegar  madur er einn i utlondum).

Sjalf hef eg aldrei verid thekkt fyrir tholinmaedi. Eg vil helst lifa lifinu hratt og ad hver einasta minuta lfsins se full af gledi og aksjon. Thess vegna stunda eg CrossFit en ekki yoga. Eg se thad sem svo ad Crossfit aefi adallega thol og kraft en yoga styrk og tholinmaedi. Ad halda somu stellingunni i 2 minutur og taema hugann er mun erfidara fyrir mig en ad klara 10000 metra rodur og 100 upphifingar a sem stystum tima: Tholinmaedin er engin.

En sem mallaus skiptinemi er hver dagur i senn Crossfit aefing og Yogatimi. Ad fara i tima i heimspeki a spaensku er tholinmaedisverk. Ad reyna ad panta kaffi i motuneytinu reynir a tholid og kjarkinn (virkar kannski audvelt en reyndu ad utskyra fyrir oskrandi fimmtuga kaffisolumanninum ad: nei thu viljir ekki crossaint med sukkuladi klukkan atta a morgnanna, thu viljir bara fa einn vesaelan kaffibolla i plastmali til ad taka med ther i timann sem er nu thegar byrjadur. Serstaklega thegar 30 otholinmodir blodheitir haskolanemar bida i rod fyrir aftan thig. Thad tharf hugrekki a vid ljon!)

Spanverjar eru nefnilega ekki serlega tholinmodir. I upphafi reyndu einn eda tveir samnemendur ad gefa sig a tal vid mig en thegar eg loksins attadi mig a thvi ad their vaeru ad tala vid mig, heilinn buinn ad thyda spurninguna yfir a islensku og grafa upp nokkur ord a spaensku til thess ad svara, var vidkomandi longu buinn ad missa ahugann og nuna er eg bara skrytni mallausi skiptineminn sem allir vita ad er a stadnum en enginn veit almennilega hvad a ad gera vid. Nu eda thegar tolvan tok upp a thvi ad krassa eftir tveggja vikna dvol i nyju landi thar sem eigandinn er bjargarlaus og thurfti ad treysta a godvild og tholinmaedi okunnra spanverja og nyrra vina. Eg er alltaf med ordin a tungunni, svo margt sem mig langar til ad segja vid alla, alltaf. En eg hef ekki verkfaerin til thess. Aetli thad se svona sem feimnu folki lidur? Med huga og hjarta uppfull af allskonar ordum, hugsunum og tilfinningum en skortir leidina til thess ad koma thvi fra ser? Eg aetla ad syna feimni meiri tholinmaedi og skilning hedan i fra.

Tholinmaedi er dyggd. Og eg verd betri med hverjum deginum, enda aefingarnar stifar. I fyrsta sidfraeditimanum fengum vid letta heimavinnu, bara svona til thess ad komast i gang: ad lesa 19 bls ritgerd a spaensku um vaendismarkadinn herlendis og af hverju logleiding vaeri akjosanlegasti kosturinn. Eg settist glod ut i solina og byrjadi ad glosa. Og glosadi. Og glosadi. Eg glosadi svo til hvert einasta ord, enda hef eg hvorki ordafordann ne kunnattuna til thess ad halda uppi kurteislegu hjali um daginn og veginn, hvad tha til thess ad skilja heimspekilegar vangaveltur um mansal og logfraedi. En i hvert skipti sem eg var vid thad ad gefast upp hugsadi eg um thad sem Herdis kennarinn minn sagdi i 5 ara bekk: Ef thu kannt stafina tha geturdu lesid hvad sem er i thessum heimi. Thad tekur bara mislangan tima.

Og med thessa speki ad leidarljosi komst eg i gegnum setningu fyrir setningu, bladsidu og bladsidu, kafla og kafla thar til ad viku sidar var eg buin ad lesa 19 bladsidur um vaendi a Spani OG skildi 19 bladsidur um vaendi a Spani! Skiladi kennaranum samviskusamlega utdraetti upp a eina og halfa bladsidu a rettum tima.

Staersta ogrunin i thessari dvol minni verdur sjalfsagt 15 minutna fyrirlestur sem eg tharf ad halda fyrir samnemendur mina i april. Eg aetla ad lita a fyrirlesturinn sjalfan sem andlega Crossfit aefingu. Crossfit aefingu sem krefst mikils undirbunings i formi Yoga idkunar. Eg tharf ad nota alla mina tholinmaedi og halda stodunni an thess ad gefast upp, ekki i tvaer minutur heldur 4 manudi til vidbotar.




jueves, 16 de febrero de 2012

El comienzo

Ég er alltaf með smá fordóma fyrir svona bloggi. Mér finnst eitthvað egósentrískt að segja alheiminum frá því sem ég geri og hugsa og ætlast til þess að öðrum finnist það áhugavert og skemmtilegt. Að þeir taki sér tíma frá verkefnum dagsins til þess að lesa um mitt daglega líf. En blogg eru dagbók nútímans og í versta falli verður þetta rafræn minningarbók fyrir mig eina, í besta falli verður hún öðrum sálum til (gagns og) gamans. Mér skilst að minni kynslóð sé ómögulegt að lesa nokkuð lengra en örfáar setningar án þess að fyllast óþolinmæði og angist svo vonandi verða þessi blogg stutt og hnitmiðuð. Ekki vil ég valda vinum og vandamönnum kvíða og vanlíðan.

Ég lagði af stað í þetta ferðalag óvenju illa undirbúin, ekkert húsnæði og ekkert ákveðið hvað tæki við þegar ég lenti loksins á spænskri grund. Edda Sif keyrði ástkonuna út á flugvöll í svartnættinu og þegar ég gekk ein í gegnum öryggishliðið fann ég í fyrsta skipti fyrir tilhlökkun. Síðustu mánuði spurðu margir, með ævintýrablik í augum, hvort ég væri ekki spennt fyrir ferðalaginu? Og auðvitað sagði ég jú, því það er eina rétta svarið við þessari spurningu, eina tilfinningin sem maður á að finna þegar fimm mánuðir í spænskri sumarsælu bíða manns. En ég var voða lítið spennt, ekki kvíðin eða stressuð, en bara án tilfinninga þegar kom að þessari fjarvist frá heimahögum. 

En í Leifsstöð fann ég fyrir tilhlökkun og fiðrildum djúpt í maganum. Kippti með pela af brennivíni til að kenna þessum Spánverjum á víkingalífið í Íslandi. Óþarfi að segja þeim að ég hafi bara bragðað þennan fjanda einu sinni á ævinni og sjái litla ástæðu til að gera það aftur. 

Ég hafði einn sólarhring í London og varði honum með fullorðins vinum mínum sem eiga sér líf í London. Við Eygló, Svala og Haraldur Ari kíktum á íbúðina hjá Heru og Dóra og svo fórum við öll saman á lítið kaffihús og drukkum te úr rósóttu stelli. Sumir hefðu kannski dottið rækilega í það á dimmum bar en við ræddum menningarlega um list, ógnarstjórn Bandaríkjanna og prump. Mestum tíma vörðum við í síðasta umræðuefnið, Svölu til mikils ama. Eygló hýsti mig svo þessa hálfu nótt og það var lítið um svefn en mikið um spjall þar til ég þurfti að leggja af stað í lokaáfanga ferðalagsins. 

Að sjálfsögðu hafði ég gleymt að taka brennivínspelann uppúr handfarangrinum og þurfti að sjá eftir honum í ruslið eftir að hafa árangurslaust reynt að sannfæra litháenskan ræstitækni um að taka pelann að sér. Hann háði innra sálarstríð þegar ég sagði honum að þetta væri sérstakur íslenskur líkjör sem fengist hverg annarsstaðar í heiminum. En hann var vel upp alinn og sagði að honum væri stanglega bannað að taka nokkuð sem farþegar skildu eftir. Þá datt mér í hug að stinga pelanum bara inná mig. Ég gæti hæglega farið inn á klósett og stungið honum í sokkabuxurnar án þess að nokkuð sæist í gegnum kjólinn. En svo mundi ég að ég er ég og henti pelanum góða í ruslið. Sem betur fer því að sjálfsögðu pípti öryggishliðið á mig og í kjölfarið var ég þukluð hátt og lágt og allt tekið upp úr handfarangrinum. Það hefði verið óþarfa vesen að sitja inni fyrir smygl á ódrekkandi vökva. 

Í Granada ákvað ég að fylgja ráðum elstu systur minnar og muna að flest fólk er gott fólk. Ég þáði því boð um að búa heima hjá þremur spænskum mönnum. Þeir tóku mér opnum örmum, sungu og dönsuðu fyrir mig í þrjá daga meðan þeir hjálpuðu mér að finna þessa líka fínu íbúð. Svo hingað er ég komin, leigi með yndislegri austurrískri stelpu með útsýni yfir höll nautabanana og drekk morgunkaffið úti á litlu svölunum í 15 stiga hita. Í gær fórum við sambýliskonurnar ásamt hópi austurrískra skiptinema í tungumálapróf til að sjá á hvaða leveli við ættum heima í spænskuskólanum. Austurrísku stelpurnar eru pínu móðgaðar yfir því að ég hafi verið sett í sama rank og þær enda hljóma ég ennþá eins og málhalt Ingjaldsfífl þegar ég reyni að tjá mig á spænsku. En þeim mun meiri og betri verða framfarirnar næstu mánuði :) Spænskukunnáttan skal vaxa í takt við freknufjöldann!

Æhh, þetta varð ekkert stutt -  þið lítið þá bara á þetta sem æfingu í að halda athygli lengur en gullfiskur!